þriðjudagur, 23. janúar 2007

Hann barðist til fátæktar!


Var nokkuð konstrúktífur í dag. Byrjaði í morgun að semja um skattaskuld hjá tollstjóra. Gerði þvínæst þessa mynd á Kaffitári, sem er í það stífasta, en samt svolítið spennandi í litum, og varði svo deginum í að hugsa um að skynsamlegt væri nú að taka upp á því að breyta rétt og ná mér upp úr þessu fjárhagsbasli! Og viti menn - þá bara dúkka upp tvö ný verkefni sem redda þessum janúarmánuði. Hver var að örvænta? Ég bara spyr!

Engin ummæli: