mánudagur, 22. janúar 2007

Morgunmúsík

Hvaða erindi á ég inn í bloggheiminn. Ekki hið minnsta. Þessvegna ætla ég ekki að blogga, heldur teikna myndir. Hef aldrei getað haldið uppi samræðum við vitiborið fólk, og Pétur sagði við mig að ég teiknaði bara til að losna við að tala. Hann hitti naglann á höfuðið. Þetta var fyrir 20 árum, og of seint að breyta þessu núna.
En ef maður er í raun mállaus, er þá hægt að fúnkera í þessum heimi? Það er svolítið sérstakt og líklega það sem þetta blogg fjallar um. Auðvitað er allt merkingarlaust og svo ógurlega stutt. En eins og Elton John söng (ögh!):

From the day we arrive on the planet
And blinking, step into the sun
There's more to see than can ever be seen
More to do than can ever be done...


Elska að hlusta á þetta til að flýja skyldur og skatta.... þar til fjárnámskrafan byrtist. En þegar allt viriðst vera að hrynja í kringum mann, hvað betra að gera en hverfa inn í sinn fallega heim, fullan af lífi og litum í smá stund. Svo tekur maður púlsinn á ný - Best að byrja þessa viku með nýju lífi!

Engin ummæli: