sunnudagur, 1. janúar 2012

Nýtt líf

Ég hef gegnum tíðina dundað mér við það að snúa við blaðinu, byrja ferskt og reynt að sjá hlutina í nýju ljosi í von um að taka smá stökk í stað þess að festast í farinu. Kalla þetta að byrja nýtt líf og nota oft tækifæri um áramót eða önnur tímamót til að setja mig í þær stellingar, með misjöfnum árangri.

En hefði einhver sagt við mig fyrir þrem mánuðum síðan þar sem ég sat í Luxemburgar garðinum og var að dunda mér við að leggja vatnsliti á blað, að ég væri með bullandi krabbamein, og við upphaf nýs árs yrði ég búinn að ganga í gegnum tvo stóra uppskurði, tekinn burt 2/3 af ristlinum, og væri eins og Belsen-fangi (orð að sönnu í þetta sinn) um 60kg og rétt að byrja að læra að fá næringu úr fæðunni aftur og styrkjast smátt og smátt.... ?

Nú hef ég horfst í augun við dauðann og gengið í gegnum reynslu sem ég óska engum, en er mér dýrmæt sem lífð sjáft. Það er undarlegt hvað ég hef haldið þessu æxli i skefjum þó að það hafi verið orðið hnefastórt, og ég líklega gengið með þetta í 5-6 ár. Engin meinvörp og eitlar allir ósýktir. Í seinni aðgerðinni sem gekk mjög vel tókst að fjarlægja æxlið. Ég má teljast mjög heppinn. Ég ætla ekki að segja meira um þetta og læt áramótamyndina eiga síðasta orðið.

Gleðilegt ár kæru vinir.


Áramótasjálfsmynd 2011

4 ummæli:

Frú Sigurbjörg sagði...

Ný byrjun á nýju lífi á nýju ári í sæmilegri blöndu við allt hitt.
Heimsins bestu óskir kæri Tómas.

Haukur Már Helgason sagði...

Gleðilegt ár, elsku Tómas!

Nafnlaus sagði...

þú ert nú sjálfum þér´líkur þótt grannur sért eins og sjálfsmyndin sýnir, Megir þú eiga gott og heilsusamlegt ár 2012. Kveðja Ásdís og herra Lúsífer.

Nafnlaus sagði...

Reiður Samurai að skrifa haiku eftir misheppnaða tilraun á seppukku (hara-kiri).

RH