föstudagur, 6. janúar 2012

Birta frá litlum loga


Gerði þessa skissu nú í morgun við kertaljósið. Þetta er mynd af Möggu systur, en ljósmynd af henni er þarna í bakgrunni. Það er gaman að sitja á gólfinu og gleyma sér þegar líkaminn þarf frið til að púsla sér saman. Þá er best að hugurinn svífi inn á andlegar brautir, svo hann sé ekki að þvælast fyrir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvar er Moli? Þín Skotta.

Nafnlaus sagði...

Falleg mynd.

Kyrrð, friður og minningar á þrettándamorgni.

Skarró