fimmtudagur, 22. janúar 2009

"VANHÆF RÍKISSTJÓRN!"

Theódóra teiknar dreka á kaffitári.

Við Tedda hittumst í gær og teiknuðum saman á Kaffitári. Síðan drifum við okkur í kraftmikil mótmæli við stjórnarráðið þar sem við létum þessa óreiðu-ríkisstjórn heyra í okkur!

Mótmælandinn Theódóra Ponzi


Krakkarnir drógu mig svo í mótmæli nú í kvöld í skítakulda og var frábær stemning! Það er mikilvægt að almenningur láti í sér heyra og blessaðir krakkarnir mínir eru sko með það á tæru!

Tedda og Gabbi mótmæla ríkisstjórninni


Tedda kemur skýrum skilaboðum áleiðis...VANHÆÆÆÆÆÆF!