mánudagur, 26. janúar 2009

Klisjur

Laufey Blöndal var einbeitt við prjónaskapinn

Það er ekki hægt að lifa einn og óháður umhverfi sínu og fela sig í spennusögu eða draga sængina uppfyrir haus. Atburðir síðustu mánaða og reyndar síðustu ára hafa náð að eitra hugann og lama. Nú hefur hinsvegar allt siglt í kaf, og þjóðin risið upp og mótmælt. Og, svei mér þá ef það hefur ekki bara borið stórkostlegan árangur! Fæðst hefur von um að hér verði til nýtt lýðveldi með nýjum leikreglum, allt annarskonar samfélag með manneskjulegum mannbætandi áherslum. Mitt innra næmi segir mér að fara nú af stað, hefjast handa við að gera það sem dýrmætt er og almennt fagna því að vera til með trú á framtíðina. Hvert sem ég fer mun þó pottlok og panna fylgja mér um ókomna tíð.

Engin ummæli: