miðvikudagur, 26. mars 2008

Vorboði

Egill Arnarson á Vínbarnum á Kirkjutorgi

Ég vissi að lítið yrði úr verki í dag. Líklega hafði ég bara ákveðið það. Með nokkru samviskubiti hjólaði ég niður í hinn gráa miðbæ um hádegisbil, en það varð mér til happs að ég mætti vorboða á rauðu dömuhjóli. Og umsvifalaust léttist lundin og allt fór af stað - nýjar hugmyndir fæddust, mér tókst að teikna heil ósköp, lífið varð einn allsherjar leikur og dans með nýju fólki og kunningjum. Skrapp svo á Hornið áðan í pizzu Pescatore (tók með mér ferska steinselju!) með Agli og Magnúsi og það var fróðlegt að vera með þessum öðlingum. Þrátt fyrir ábyrgðarleysið var þetta dásamlegur dagur.

Á Mokka í kaffi

Engin ummæli: