þriðjudagur, 18. desember 2007

Sitt lítið af hverju, jólalegu.

Það sem helst getur eyðilagt jólaskapið er kjaftæðið sem maður kemst stundum ekki hjá því að heyra í þessum fastagestum Kaffitárs sem mæta eldsnemma svo óvenju hressir en eru í raun heiladauðir fyrir langa löngu. "Nú er olíuhreinsunarstöðin komin á beinu brautina" sagði einn hálfvitinn í gær og glotti hreykinn við.

Í mínum huga eru þeir sem standa að þessari olíuhreinsunarstöð í Arnarfirði miklu verri en verstu landráðamenn. Þá ætti að leiða umsvifalaust fyrir aftökusveit.

Ég hef einu sinni komið til Arnarfjarðar. Þarna er mikil náttúrufegurð og dýralíf. Einnig eru þarna einstakar sögulegar minjar og listræn verðmæti sem bíða þess að hlúð sé að. Að horfa inn eftir firðinum á ljósbrigðin sem verða til í þessum langa firði er alveg einstakt. Málaði tvær vatnslitamyndir þarna fyrir rúmlega 10 árum síðan og hér er önnur þeirra.



En aftur í jólaskapið (!).
Þessi litla stúlka brosti þegar hún sá mig taka upp vaxlitina á Mokka, og ekki leið á löngu þar til hún var byrjuð að teikna í bókina mína.

María að borða vöfflu


Næsta mynd er eitthvað sem varð til af sjálfu sér. Líklega myndbirting einhverskonar hugarvíls en jafnframt tengt jólunum einhvernveginn....

... kannski laufabrauðsmynstur?


Svo eru það nokkrir fínir jólasveinar sem sátu á Mokka í gær.

Ketill, Ragnar og Gunnar á Mokka


Ragnar þekkist ekki almennilega á myndinni svo hér er mynd af honum gerð um daginn.

Ragnar á Mokka


Svo kaupa sumir jólastjörnu og hlúa að henni yfir jólin. Ég fæ hinsvegar þessa rás með UPS nú á eftir og kem henni til að virka yfir hátíðirnar. Ekki ósvipuð í litum og jólastjarna.



1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ragnar lítur út eins og Fílamaðurinn