laugardagur, 22. desember 2007

Pescatore

Á Mokka

Eftir yndislega Pescatore á Horninu var kíkt á Mokka. Þá er gerð þessi hrikalega skissa sem gefur alranga mynd af stemningunni og viðfangsefninu. Svei mér þá ef ég verð ekki að fara að ritskoða aðeins betur - allt!

En hugurinn er annarsstaðar, og á þessum árstíma er mikil innri vinna í gangi. Næsta ár verður öðruvísi því aðstæður eru að breytast mikið. Hef góða tilfinningu fyrir því sem koma skal.

2 ummæli:

Elías sagði...

Þetta er hræðileg mynd af honum!

Sveinn sagði...

Myndin er ekki slæm, en maður verður að vona að fyrirmyndin hafi ekki litið alveg svona út!