mánudagur, 3. desember 2007

Vindstefna á Háskólatorgi



Já, listaverkið á Háskólatorgi fór í gang þrátt fyrir alla gluggana sem höfðu dúkkað upp á vefsíðunni sem ræsa átti verkið - Firefox að tilkynna að ný útgáfa af sér væri ready to install!. Þetta skýrir einbeitingarsvipinn á Finni Arnari höfundi verksins í greininni sem birtist í Mogganum í dag, en sallarólegur lokaði hann gluggunum einum af öðrum og setti verkið í gang og rétti svo Björgúlfi tölvuna. Úps!

Skrítið að þegar horft er upp, þá er austur vinstra megin við norður og vestur hægra megin. Minnir mig á þegar ég var spurður að því í barnaskóla hvort sólin kæmi upp í austri eða vestri, og þurfti ég að hugsa mig lengi um... Allt breytist eftir því hvað miðað er við.

Engin ummæli: