þriðjudagur, 17. apríl 2007

Ótrúleg mynd

Ekki missa af heimildarmyndinni "Prirechnyy" eftir norsku heimildarmyndargerðarkonuna Tone Grøttjord. Viðfangsefnið er vissulega áhugavert og best að vita sem minnst, en myndin sjálf er listaverk. Hún verður sýnd aftur í Tjarnarbíói eftir viku. Myndirnar sem RDW er að sýna verða alltaf betri og betri! Hvar endar þetta Emiliano???


Eftir sýninguna í fyrradag var kíkt í súpu/bjór og sú stund fest. Egill skýr og tær og Paul lærði margt um íslenskan veruleika. Í baksýn er Katla og vinur.

Þarf að skrifa meira um hvernig gengur hjá mér. ..fljótlega. Á meðan er hér eitt brot af því sem gerir mig svona glaðan á morgnana; Tony og Stevie, og svo Ella.

3 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Hvar er þetta?

(Og þú ert augljóslega kominn með YouTube vírusinn. Það var óumflýjanlegt.)

TAP sagði...

Held það heiti Cafe Cosy, en það er við hliðina á ríkinu í Austurstræti
Já, youtube opnar nýja sýn á gamlar minningar.

Nafnlaus sagði...

Karlinn til hægri er best heppnaður.