sunnudagur, 3. júlí 2011

Portrett myndir fyrir slikk!

Skrapp til Hólmavíkur til að teikna portrett á Hamingjudögum 2011. Það var stanslaust teiknað frá 10-12 og 13-18 þrjá daga í röð. Gerði yfir 20 myndir - hér að neðan eru nokkrar þeirra.
Fyrstur reið á vaðið Eyjólfur skákmaður og jazzgeggjari. Þetta var mikið puð og pína, en samt rosa gaman!
Í dagskrá hamingjudaga stóð eftirfarandi:
Tómas Ponzi teiknar portrettmyndir á 20 mín. inni á Kaffi Galdri. Einstakt tækifæri til að fá fallega mynd af sér á aðeins 1.200 kr.

Lúinn og þreyttur. "Hvar er næsta módel?"





























Teiknaði margar gullfallegar stúlkur eins og þessa

Galdra Lalli á nýju brókinni vakti mikla athygli - gjörsamlega geggjaður!

Takk Siggi Alta fyrir móttökurnar og aðstöðuna, Ásdís fyrir gistingu og Silja fyrir fínar ljósmyndir!

Næst er bara að skella sér í portrettmyndasmíð á laugaveginum RVK.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ver is this Hólmavik ?

Nafnlaus sagði...

Þessi Galdra Lalli er nú ansi sportlegur verð ég að segja. Hann mætti að vera fyrirmynd annarra. En glæsilegri eru teikningar allar saman verð ég að segja.
SigAtlas :)

Frú Sigurbjörg sagði...

Besta myndin er þessi efsta af þér, Tómas minn.