laugardagur, 14. mars 2009

Nokkrar skissur frá USA

Það tók aðeins einn dag að fara aftur í sama farið - rækilega minntur á að ég á ekki heima í Reykjavík. Skiptir ekki máli hvar ég er staddur svosem. Get ekki gengið lengur eingöngu fyrir eigin hugarórum og áhugamálum. Komst á sporið í NYC af öllum stöðum.

Hér eru nokkrar skissur - var ekki í teiknistuði svo þetta er hálf dautt - nema gamla konan!

Hörður á Mokka í gær.
Held ég láti þetta duga í bili af myndum og heimsóknum á það kaffihús.


Á flugvellinum í Boston


Kaffitería í bókabúð í Boston


Barnes and Noble, New York

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þekki þessa gömlu; hún er gyðingur, auðvitað, og býr á upper West.....
Nei, náttúrlega bara bull í mér, en hún er góð.

- tryggvi

TAP sagði...

hahaha!
Passar - naskur ertu!