fimmtudagur, 19. mars 2009

Ekkert gengur upp....

Næ ekki að teikna neitt af viti - tapa bréfskákum í hrönnum - tekst ekki að byrja á tiltekt í vinnustofu (sem er algjör forsenda fyrir því að geta leyst nokkuð af þeim verkefnum sem bíða!) - sit við tölvu og flakka á milli forrita - facebook - gmail - skype - youtube. Þetta mætti kalla alvarlegt þunglyndi eða bara meðvitað hangs og almennur eymingjaskapur. Hér eru nokkrar myndir sem sýna metnaðarleysið.

"Símakrot" á fyrirlestri um bókhald og framtal :(


Frá Iðu kaffihúsi


Þetta er sith@mbl.is - fór áður en ég var búinn - awww!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

alvarlegt thunglyndi og eymingjaskapur -- er thetta ekki "Tax-season Blues" - amk sat eg illa haldinn yfir minni skyrslu thar til allt var um seinan, og eg thurfti ad fa frest. Frestur er a illu bestur....
-Tryggvi