föstudagur, 8. ágúst 2008

"Þvílíkt bull og vitleysa"

Grótta

Í gær fór ég út að hlaupa með Óla Gunn. Hélt ég ætti ekki eftir að hlaupa af viti aftur því amk þrjú ár eru liðin frá því ég skokkaði síðast, en svo í gærkvöldi hlupum við einn stóran hring kringum Gróttu og það var frábært!

En þetta gerðist ekki af sjálfu sér - Fyrir um tveimur vikum ákvað ég að nú skildi þrufa með einhverjum ráðum að stöðva hina tiltölulega nýlegu en samt íþyngjandi söfnun forða í kringum magann sem ég hafði oft orð á við hina og þessa en uppskar bara hneykslun "Uss! Þú ert ekkert feitur!". En þetta er eins afstætt og hugsast getur, og þegar maður hefur vanist að vera 73 kg meira en hálfa ævina og rýkur svo upp um rúmlega 10kg á einu ári þá þarf að gera eitthvað í málinu. Ég s.s. hjólaði upp í Mosfellsdal og svo aftur til baka um kvöldið, og það var ekki fyrr en í Grafarvoginum á leiðinni til baka að eitthvað fór að gerast. Þá fyrst fann ég aftur fyrir líkamanum - ekki sem erfiðandi ótengdum hluta af sjálfum mér íþyngjandi, heldur í einingu við sjálfan mig sem ég gat stýrt og beytt krafti að vild. Einnig fann ég á ný fyrir þreytu sem ég hef lengi þráð þar sem maður er gjörsamlega útkeyrður og dásamleg værð færist yfir tilveruna. Brennslan var byrjuð á ný og bjórinn á leið burt. Það var æðislegt. Því var ekkert sjálfsagðara en að fara í stuttbuxurnar og skóna í gærkvöldi og henda sér út.
Lykilatriðið í þessu öllu er að ætli maður að snúa einhverju við þarf að hafa svolítið fyrir hlutunum og helst að fara vel yfir strikið!


Fríða

Fríða í dag

Bjarni Bernharður
Bjarni Bernharður í gær

3 ummæli:

Bastarður Víkinga sagði...

Söss! Þúrt ekkert feitur.

Frú Sigurbjörg sagði...

Gaman að koma hér í heimsókn og skoða fallegu myndirnar þínar!
Feitur eða ekki feitur - það er bara gott að hreyfa sig, svo einfalt er það:)
Kær kv. frá Kötlu.

TAP sagði...

Gaman að vita að þú kíkir til mín Katla og sért ánægð með heimsóknina. Líttu við sem oftast;)