Tæknipása
Jú ég er ennþá að teikna, en ég verð að játa það að dugnaðurinn á því sviði hefur ekki verið mikill. Hef ekki haft nógu mikla passíon í teikningunni því ég ákvað að sinna aðkallandi þróun á nýju tölvukorti fyrir næstu kynslóð af tölvueiningum frá TAP technology sem ræður við GPRS samskipti... já og í siðustu viku gekk allt upp og vandamálin leystust. Er búinn að draga það allt of lengi að hella mér út í það að lóða saman tölvukubba og búa til réttar spennur og öll þessi smáatriði sem þarf að halda utanum, sem er í raun mjög skemmtilegt og mikið púsluspil þegar maður er kominn í gang en oft erfitt að byrja og einhvernveginn var ég ekki tilbúinn fyrr en í síðustu viku. Það eru komnir sjö mánuðir!! Já það er eitthvað skrítið við það hvernig maður frestar hlutum.... verð einhvernveginn að hafa það á tilfinningu hvernig útkoman verður.....einhver tilfinning fyrir framtíðinni....að stemningin þar sé góð.
Nú er tími til kominn að bæta fyrir þessa þögn og setja inn það misjafna dótarí sem framkallaðist í skissubókinni minni þrátt fyrir allt. Konuna með biksvarta hárið (neðstu þrjár) er ég ekki að ná. Veit ekki hvað veldur. Þarf að horfa betur eða kannski vantar samþykki.
Þýsk kona skrifar dagbók fyrir utan Mokka | Pirraður ferðamaður á kaffitári |
Fyrir utan Mokka |
Á Mokka | Á Mokka |
Gunni og Kari lesa lesbókina á Mokka |
Með mömmu sinni á Mokka | Fyrir utan Mokka |
Fyrir utan Mokka |
Á Mokka í dag |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli