laugardagur, 9. febrúar 2008

Sögur af mönnum og málefnum...

Sveinn, Ragnar og Kristján hlusta einbeittir á Hörð segja frá

Hörður reis upp úr kör, horfði í spegil og dreif sig niður á Mokka þar sem honum var fagnað. Síðan hófst mikið og fljölbreytt spjall um BF og S-hóp, V og Lögmann, Dson Dómara og auðvitað ISól. Þetta var allt samviskusamlega skráð af undirrituðum.

Húsbóndinn að Brennholti er fallinn frá. Mikið ævistarf að baki sem hefur verið mér fyrirmynd og veganesti allt frá því ég man eftir mér til þessa dags. Efst í huga er þakklæti fyrir leiðsögn og það að fá að alast upp í paradís við sjálfsþurftarbúskap (var ekki í tísku þá!) sem kenndi mér allt sem ég kann í dag.

4 ummæli:

Big in Munchen sagði...

Samhryggist þér elsku kallinn minn… haltu áfram að teikna, mála, grúska og hjóla svo lengi sem jörðin heldur áfram að snúast.

kv,
Biggi Jóakims, jógi,
hjólakappi, maraþonhlaupari,
kexgerðarmaður
og fyrrum Akademón.

TAP sagði...

Takk fyrir Biggi! Hvatningin þín er mikils metin.

Nafnlaus sagði...

Vildi líka votta þér samúð mína, sá þetta í mogganum áðan. Ef marka má myndina hér a neðan, hefur þetta ekki komið alveg á óvart. Hugheilar kveðjur, engu að síður.

TAP sagði...

Takk fyrir Tryggvi. Sjáumst á Mokka fljótlega.