miðvikudagur, 21. nóvember 2007

..nýjar myndir daglega!

Mokka

Kaffitár

Þegar ég hafði teiknað rauðu buxurnar tók ég eftir því að ung kona sem sat á við hliðina á mér var farin að teikna líka fólkið á kaffihúsinu. Ég gaf mér á tal við hana og sagði hún að sér hafi fundist það svo hlýlegt þegar hún sá mig taka upp vaxlitina og byrja bara. Eirikur vinur minn hárskeri telur að mestur tími okkar fari í að skilgreina allt og alla, og hugsa um það hvernig aðrir skildu nú skilgreina okkur sjálf. Ég hef ekki haft miklar áhyggjur af því hvernig ég hef litið út í augum annarra - frekar hef ég sjálfur gert allt of miklar og óraunhæfar kröfur til mín gegnum tíðina, sem hefur yfirleitt endað á þann veg að ég hef gefist upp fyrirfram fyrir ýmsu sem ég hefði betur tekist á við og sætt mig við það að vera ekki fullkominn. Sætt mig við ófullkomleika míns eigin erfðabreytileika (!?) eins og Kári Stefánsson hefði orðað það!

Sjálfsblekkingin er sá jarðvegur þars allt sem maður stendur fyrir sprettur úr!

2 ummæli:

mireya Samper sagði...

Rosalega fínt hjá þér.. og þú ert duglegur.. bravo segi ég bara. .. áfram strákur! knus

Eiríkur Örn Norðdahl sagði...

Sæll Ponzi!

Ég skoðaði margar myndir í dag, og fannst stöðugt sem eitthvað kunnuglegt vantaði - eitthvað sem ég tengi við þau ár sem ég sat á Mokka. Eftir dágóða íhugun áttaði ég mig á því að það væri jú sígarettur og öskubakkar, og ég hafði hreinlega ekki velt því fyrir mér hvaða áhrif reykingabannið myndi hafa á listina (þó listamennirnir lifi sjálfsagt lengur). Hér hefur verið strikað yfir heilu symbólin, og táknkerfum riðlað, hið forna bóhemska heimili hefur verið útlægt gjört og nú þarf nýr bóhem að fæðast. Og þú dókumenterar allt saman.

Bestu kveðjur frá Finnlandi,
Eiríkur