Dýralíf í Reykjavik um verzlunarmannahelgi...
Eftir góða máltíð á Þremur Frökkum var trítlað niður á tjörn áður en við fórum á finnska mynd í Bíó paradís. Það var falleg birta og mikið um að vera við tjarnarbakkann. Byrjaði að stúdera einn máf með kúlupenna, og svo annan, og brátt breiddist myndefnið yfir báðar síður bókarinnar. Vann mjög hratt því við vorum að verða of sein í bíó. Úr varð þessi litla naiviska skissa sem mér þykir bara vænt um, sérstaklega hægri hluta hennar.
Við Reykjavíkurtjörn
Annarskonar dýralíf varð að stúdíu á kaffihúsi við laugarveg. Byrjaði að teikna konu sem var í óða önn að tala við vinkonu sína á Skype á IPADdinum sínum, hátt og snjallt. Spennandi voru fellingarnar á blússunni og byrjaðí ég í léttum stíl, og siðan snerist athyglin að öðrum þarna í umhverfinu - einn að lesa bók (nú jæja!) annar með músik að skrifa og svo hjón að lesa tímaritin. Og smátt og smátt breiddist myndin út frá hægri til vinstri yfir stikkorð og punkta sem ég hafði krotað þar - eitthvað ómerkilegt og andlaust. Stíllinn fór úr því að vera léttur og næmur yfir í stífan og mekanískan vinstra megin, en það var ekki alslæmt.
Á Súfistanum M&M
Þegar allt kemur til alls lærir maður eitthvað á þessu.
2 ummæli:
Þetta er svo flott hjá þér. Kær kveðja úr sófanum, Skotta.
Fallegar myndir hjá þér og skemmtilegar lýsingar.
Kv.Guðrún.
Skrifa ummæli