Alvarleg portrett á Hamingjudögum
Hér koma myndirnar sem ég gerði á Hamingjudögum á Hólmavik 2012 nú um helgina.
Ætlaði að gera vatnslitaportrettmyndir í þetta sinn og Björk reið á vaðið og þá þóttist ég vera tilbúinn í tuskið.
En þegar allt kom til alls vildu allir fá gamla góða krítarteikningu eins og síðustu ár. Kannski Björk hafi verið einum of ógnvænleg um augun á vatnslitamyndinni ;)
Hækkaði verðið upp í heilar 1500 kr - þannig gat ég verið að stanslaust án þess að fólk væri að velta fyrir sér hvort það hefði efni á þessum óþarfa.
Ég er bara sáttur við myndirnar - allar eru þær þrusu líkar fyrirmyndinni, (nema þá Gústi, þ.s. ég ýkti ekki rétt einkenni). Sérstaklega var gaman að teikna síðustu tvær myndirnar - mikil fegurð þar á ferð.
.
Mín hugrakka Björk
Takk fyrir mig kæru Hólmvíkingar og gestir!
2 ummæli:
Yndislegar myndir, þín Skotta
Frábærar myndir, kv. Ásbjörg
Skrifa ummæli