miðvikudagur, 9. maí 2012

Góður vinnudagur

Eftir góðan vinnudag, verðlaunuðum við Gabbi og Frank okkur með vöfflum með rjóma og sultutaui og kakói með iðnaðarsalti æ nei ég meina rjóma á Mokka. Hér er Frank frændi í sólinni saddur og sæll.


Frank Nikulás fyrir utan Mokka


Bjarni Bernharður var ánægður með lífið á Mokka. Fékk að teikna hann eftir langt hlé. Þessi er í "bitter realism" stílnum sem var svo vinsæll á Garði í gamla daga. N.B. This is not art!


Bjarni Bernharður Bjarnason myndlistarmaður og rithöfundur


Við Jói og Paul hittumst eftir langt hlé og fengum okkur pizzur á Horninu - Pescatore auðvitað með ferskri steinselju :) . Svo var haldið í útsýnisferð m.a. að Hörpu, en það þyrmdi yfir Jóa þar inni, svo við drifum okkur á Ölstofuna til að jafna okkur og teiknuðum hvor annan. Takk fyrir góða kvöldstund.


Mynd af mér eftir Jóa t.v., og Jói eftir mig t.h.


Svo eru hér nokkrar skissur frá Kaffitári fyrr í vor.

Setið við gluggann á Kaffitári






Coreografían stúderuð á Kaffitári



3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sælusvipur á Frank

Nafnlaus sagði...

(RH)

Frú Sigurbjörg sagði...

Gaman að sjá teiknaða mynd af þér eftir e-n annan en þig : D