sunnudagur, 20. maí 2012

Fallegur dagur nú sem fyrr

Var einhvernveginn high á lífinu í dag. Hef líklega komið ýmsum fyrir sjónir sem óðamála vitleysingur, en leið svo vel og hafði frá svo mörgu að segja - svo mörgu sem ég vildi fagna. Líklega er þetta bara sumarið sem er komið í mig. Eða kannski af því að nú er ég stútfullur af blóði. En svo getur það verið bara út af því að ég byrjaði daginn á að gera þessa mynd á kaffihúsinu.


Útlendar blómarósir nýkomnar úr sundi


Ég reyndi um daginn að vera ögn fínlegri í meðhöndluninni og þá var þessi til



Frá Kaffitári


Ég fann tvær skissur í bók frá sama tíma fyrir ári síðan sem ég gleymdi að pósta hér. Læt þær koma með, því í dag var slíkur sumardagur



Strákarnir í Illgresi æfa sig úti fyrir utan M&M skólavörðustíg


Bjarni Bernharður í sólinni fyrir utan Mokka

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleði í hjarta, gleði í sinni.
Koss frá Skottu þinni.