Gamalt og nokkrar nýjar
Ég hef verið óhemju latur í því að sinna teikningunni og eiginlega öllu sem tengist því að vera andlegur og næra þarmeð sálartetrið. Ég læt þessar myndir samt flakka - þær nýjustu efst. Þetta er skítlélegt í heildina - stíft kúlupennakrot mestmegnis, en það má alltaf skoða þetta til að læra af og reyna að bæta sig. Ég veit að ég var að verða fastur í kúlupennanum og vil helst losna undan honum. Það stendur til bóta. Myndin sem ég gerði í dag af Einari gefur mér smá von um að eitthvað skárra sé að vænta og ekki má gleyma sólinni síðustu daga sem lætur allt gott brjótast fram.

Einar Guðjónsson il patrone sestur úti á Mokka til að spjalla

Hér eru Finnur Arnar, Hilmar í Morkinskinnu og svo Ríkharður Valtingojer í sólinni fyrir utan Mokka

Bjarni Bernharður les fyrir okkur úr nýju ljóðabókinni sinni "Undir Tjaldhimni Veruleikans"

Gluggað í tímarit

Á Mokka

Fín frú og skáldið á horninu.

Í kjól og lopapeysu

Náttúrunnar skilningsljós vinna verkefni um Descartes á Gráa Kettinum

Þjónustustúlkan á Gráa Kettinum

Jón Axel á Mokka

Les sálarfræði á Mokka

Hafsteinn Austmann

Vinkonur á Kaffi Tári í janúar

Frosti vippaði sér af hjólinu og leit við á kaffihúsið.